Eurovision

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Norðurlöndin hætta þátttöku í Eurovisionkeppni barna

Ríkissjónvörpin í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa ákveðið að hætta þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir börn og segja að keppnin sé komin út í öfgar og sé farin að líkast hefðbundnum skemmtiþáttum þar sjáist of margir berir magar og stutt pils en sé ekki lengur barnaskemmtun.

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur haldið þessa keppni frá árinu 2003 en þar keppa börn á aldrinum 8-15 ára með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fyrirmynd.

,,Við viljum ekki að börn hagi sér eins og þau séu fullorðnar idol-stjörnur," sagði Lars Grarup hjá danska ríkissjónvarpinu, DR. ?Við viljum ekki sjá fullt af berum mögum, stutt pils, fullt af skarti og andlitsfarða."

Sænska ríkisútvarpið, SVT, og norska ríkisútvarpið, NRK, hafa einnig kvartað yfir því að keppendur séu of margir og sumir þeirra fái engin stig og það sé erfitt fyrir börn að taka slíku. Þá eigi börnin sjálf að semja lögin, sem flutt eru í keppninni.

,,Við viljum að þetta verði barnaskemmtun þar sem hagsmunum barna verði gert hærra undir höfði en skemmtigildinu," sagði Maria Groop Russel, talsmaður SVT.

Keppnin á að fara fram 2. desember í Búkarest í Rúmeníu og hafa 12 þjóðir boðað þátttöku. Norðurlöndin segjast ætla að skipuleggja eigin barnaskemmtun í Stokkhólmi í nóvember og bjóða Íslendingum og Finnum að taka þátt.

Tekið beint af http://www.mbl.is/

Þetta finnst mér mjög svo sniðugt, ég er algjörlega hlinnt því að þau gefi skít í Barna Eurovision keppnina. Frábært að það verði þá bara í staðin Norræn barnaskemmtun mjög svo sniðgut;) Enþá betra er að við eigum þá kost á að taka þátt í henni:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home