Eurovision

laugardagur, maí 20, 2006

Eurovision 2007 Finnland:)

Einsog flest allir ættu að hafa gert sér grein fyrir þá unnu Finnar Eurovision:D

Finnar hafa aldrei unnið Eurovision áður.. og aldrei í raun náð góðum árangri! Ofast verið frekar eftir á í tónlistar vali! En núna komu þeir og sigruðu þetta léttilega;)

Til hamingju Finnar;) Til hamingju Lordi!

Nokkur myndbrot af Silvíu...









fimmtudagur, maí 18, 2006

Mitt álit..

-Carola var einfaldlega langbestust í kvöld
-Þokkalega sátt við að hún skildi komast áfram:D
-Finnar stóðu sig líka nokkuð vel, líka ótrúlega sátt með þeirra gengi!
-Silvía sagði ekki fokkíng í laginu:)
-Við verðum allavega ekki rekin úr keppni;)
-Kom mér ekki á óvart að við skildum ekki komast áfram.. vegna hve mikið púú við fengum á okkur!
-Eistland, flott lag og fott atriði, skil ekki hvernig þau komust ekki í úrslit! Hefði viljað fá þau í staðin fyrir nokkra aðra!
-Við fengum mesta púú í sögu Eurovision!
-Skil ekki hvernig Litháen komst áfram!!!!! Einsog þetta er nú ömurlegt lag! Ömurlegasta lag sem ég hef heyrt í ESC!
-Holland... hefði mátt halda áfram!
-Cípur einnig!
-Tyrkland... gellan var í svo þraungum kjól... að fitan/húðin eða hvað þetta var...... kom feitt yfir kjólinn! Jakk!!! SUPERSUPERSTAAAR... Búin að vera með þetta lag á heilanum lengilengi, vonaðist þessvegna til að það kæmist nú ekki áfram!
-Írland... kallinn var að halda jarðaför!
-Silvía kom töff út í fréttum núna áðan, sennsat efitr keppnina! Mæli með þið skoðið það á ruv.is;)
-Annars þá er leiðinlegt að við hefðum ekki komist áfram.. í annað skipti!

Löndin sem komust áfram..

10. Russia
11. FYR Macedonia
13. Bosnia & Herzegovina
14. Lithuania
17. Finland
18. Ukraine
21. Ireland
22. Sweden
23. Turkey
24. Armenia

miðvikudagur, maí 10, 2006

'I'll fucking win'

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Nýjir spádómar

Esctoday sýndi í gær nýja niðurstöður spádóma! Við Íslendingar höfum færst ofar í undankeppninni:) En við höfum dottið útaf topp 10 listanum!

Þau lönd sem komast áfram uppúr undanúrslitunum samkvæmt nýjustu spá:
1. Belgium
2. Sweden
3. Bosnia & Herzegovina
4. Russia
5. Estonia
6. Finland
7. Poland
8. Iceland
9. Armenia
10. FYR Macedonia

Hér eru þau lönd svo sem eru í topp 10 af öllum:
1. Belgium
2. Bosnia & Herzegovina
3. Sweden
4. Russia
5. FYR Macedonia
6. Estonia
7. Finland
8. Armenia
9. Slovenia
10. Turkey

laugardagur, apríl 22, 2006

Eurovision kynningar þættirnir

Nú er um að gera að taka frá tíma kl 19:41 á laugardögum, fjóra laugardaga í röð:)

Þættirnir ,,Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva 2006" byrja í kvöld, en þættirnir hafa verið sýndir í nokkur ár (2 ár að mig minnir). Í þættinum koma saman Eurovision spekingar Norðurlandanna. Fulltrúi Íslands er Eiríkur Hauksson sem hefur tvisvar sungið í keppninni. Lögin í keppnunum verða kynnt, bæði í undan og aðalkeppninni, spekingarnir spá svolögunum gengi þeirra í kepninni.

Undanfarin ár hafa þetta verið góðir og skemmtilegir þættir, svo ég hvet ykkur til að setjast í sófan og horfa á þennan snildar þátt:)

Og svo ef þið missið af honum þá er hann endursýndur 3 sinnum;) Seinnipartinn á Sunnudögum, kl.16 á miðvikudögum og seinnt á fimmtudagskvöldum:) Þannig þið ættuð varla að missa af þessum snildar þætti;)

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Norðurlöndin hætta þátttöku í Eurovisionkeppni barna

Ríkissjónvörpin í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa ákveðið að hætta þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir börn og segja að keppnin sé komin út í öfgar og sé farin að líkast hefðbundnum skemmtiþáttum þar sjáist of margir berir magar og stutt pils en sé ekki lengur barnaskemmtun.

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur haldið þessa keppni frá árinu 2003 en þar keppa börn á aldrinum 8-15 ára með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fyrirmynd.

,,Við viljum ekki að börn hagi sér eins og þau séu fullorðnar idol-stjörnur," sagði Lars Grarup hjá danska ríkissjónvarpinu, DR. ?Við viljum ekki sjá fullt af berum mögum, stutt pils, fullt af skarti og andlitsfarða."

Sænska ríkisútvarpið, SVT, og norska ríkisútvarpið, NRK, hafa einnig kvartað yfir því að keppendur séu of margir og sumir þeirra fái engin stig og það sé erfitt fyrir börn að taka slíku. Þá eigi börnin sjálf að semja lögin, sem flutt eru í keppninni.

,,Við viljum að þetta verði barnaskemmtun þar sem hagsmunum barna verði gert hærra undir höfði en skemmtigildinu," sagði Maria Groop Russel, talsmaður SVT.

Keppnin á að fara fram 2. desember í Búkarest í Rúmeníu og hafa 12 þjóðir boðað þátttöku. Norðurlöndin segjast ætla að skipuleggja eigin barnaskemmtun í Stokkhólmi í nóvember og bjóða Íslendingum og Finnum að taka þátt.

Tekið beint af http://www.mbl.is/

Þetta finnst mér mjög svo sniðugt, ég er algjörlega hlinnt því að þau gefi skít í Barna Eurovision keppnina. Frábært að það verði þá bara í staðin Norræn barnaskemmtun mjög svo sniðgut;) Enþá betra er að við eigum þá kost á að taka þátt í henni:)

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Fyrsta Eurovision spáin

Jæja nú eru fyrstu tölurnar úr Eurovision spánni komnar.. og getiði nálagst þær hér: ESC today
En samkvæmt þessum fyrstu tölum erum við Íslendingar í 11.sæti, og erum þá að berjast við "Frændur" vora Finna um það að komastí úrslitin, en samkvæmt þessum niðurstöðum eru Finnar í 10 sæti rétt á undan okkur! Tek fram að það munar einungis 0,04 stigum á okkur og Finnum!

Þetta eru þau lönd samkvæmt fyrstu spá sem komast í úrslitin:
1. Belgium
2. Sweden
3. Bosnia-Herzegovina
4. Russia
5. Poland
6. Turkey
7. Estonia
8. Armenia
9. FYR Macedonia
10. Finland

Þetta á nú eflaust eftir að breytast eitthvað;)
Höfum það samt í huga að þetta er sama spá og spáði Selmu fyrra efstusætunm beint í úrslit:)

Ég er reyndar nú kannski ekki alveg nógu sátt við þetta til að byrja með! Svíþjóð, Finnland, Belgía og Eistland eiga skilið að vera þarna... en öðru má alveg breyta finnst mér:) Reynar ekki búin að gera mér það upp hverjir ættu þá að koma í staðinn, en það yrði eflaust Ísland okkar;)